Farðu í vöruupplýsingar
1 af 4

Skák handklæði lítið DRAPP

Skák handklæði lítið DRAPP

Venjulegt verð 4.300 kr
Venjulegt verð Útsöluverð 4.300 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.
Efni

Skák munstrið er óður til köflótts salúnvefnaðar. Köflóttan salúnvefnað má í dag helst finna á minjasöfnum, í Bústaðakirkju eða á nytjamörkuðum víðsvegar um landið.

Litir línunnar eru innblásnir af íslenskum vetri, líkt og hrímuð sina við fjallsrót á köldum, björtum vetrardegi.

Handklæðin eru tilvalin til daglegra nota, hvort sem það er fyrir sundlaugina, ferðalög eða ströndina þar sem þau eru:

  • Létt
  • Rakadræg
  • Þorna fljótt
  • Pakkast vel

Stærð: 100x60 cm

100% tyrknesk bómull í jacquard vefnaði

Handklæðin eru framleidd í Tyrklandi að hætti hinna tyrknesku Pestemal og Perskir handklæða.Slík handklæði eru notuð í Hammam böðum, aldagamalli baðhefð sem hefur varðveist frá tímum Ottómanveldisins til dagsins í dag.

Perskir handklæðin (100x60 cm) eru upprunalega ætluð fyrir hárið en Pestemal (90x170 cm) fyrir líkamann. Pestemal handklæðin eru einnig tilvalin sem sjöl eða teppi og perskir sem gestahandklæði eða viskastykki.

Í vörunum okkar leggjum við áherslu á að upphefja og sameina íslenskan menningararf sem samtvinnast í textíl- og sundlaugamenningu þjóðar.

Skoða allar upplýsingar