Salún er íslenskt hönnunarfyrirtæki sem sérhæfir sig í heimilistextíl. Salún er óður til hins einstaka salúnavefnaðar en munstrin eru byggð á hefðum og reglum sem vefnaðurinn krefst.

Markmið Salún er að hanna vörur sem gera menningu þjóðar hátt undir höfði, viðhalda hugmyndafræði á aldagömlum vefnaði sem og einstakri sundmenningu.